Helgi Björnsson

Helgi Björnsson

Kaupa Í körfu

Helgi Björnsson hefur staðið á sviði síðan hann var um það bil tíu ára gamall og segist fljótt hafa ákveðið að verða annaðhvort tónlistarmaður eða leikari. "Ég hafði alltaf talsverða þörf fyrir að tjá mig og ærslaðist mikið sem krakki. Það var venja á heimilinu að hafa kvöldvöku einu sinni í viku, þar sem við systkinin vorum með eitthvert sprell og skrýtnar uppákomur til skemmtunar. Þegar ég var tíu ára var ég í bekk hjá Margréti Óskarsdóttur og hún lét okkur alltaf leika 1-2 tíma á viku og undirbúa leikþátt nokkur saman. Krókurinn beygðist því snemma," segir hann. MYNDATEXTI: Helgi, Orri og Björn Halldór eru einir í kotinu þessa dagana

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar