Veðurmambó

Kristján Kristjánsson

Veðurmambó

Kaupa Í körfu

SNJÓNUM hefur kyngt niður á Norðurlandi síðustu daga. Mörg börn gleðjast vafalítið yfir því enda þá hægt að fara út og búa til snjókalla og snjókellingar eða leggjast í snjóinn og mynda engla með höndum og fótum. Hins vegar fylgir ofankomunni sú kvöð að moka þarf frá tröppum og innkeyrslum. Davíð Hjálmar Haraldsson, íbúi við Flatasíðu á Akureyri, var kominn út á bílaplan um miðjan dag á föstudag og farinn að moka snjó af miklum móð.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar