Snjór

Sverrir Vilhelmsson

Snjór

Kaupa Í körfu

FÁTT er notalegra en að ganga sér til hressingar úti í náttúrunni, hvort heldur jörð er hvít eða græn. Að finna frostið bíta í kinnarnar, fá tár í augun undan kuldanum, frjósa lítið eitt á tánum og vita að það bíði manns ullarteppi og mögulega heitt kakó þegar heim er komið. Nokkrir göngugarpar voru á ferðinni við Vífilsstaðavatn þegar ljósmyndari Morgunblaðsins átti þar leið framhjá í gær í froststillunum sem ríktu á höfuðborgarsvæðinu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar