Pólsk verslun á Stöðvarfirði

Albert Kemp

Pólsk verslun á Stöðvarfirði

Kaupa Í körfu

Stöðvarfjörður | Hjónin Magda og Piotr Marcjaniak opnuðu nýverið verslunina Arkadia á Stöðvarfirði. Hún er staðsett á lofti veitingastofunnar Brekkunnar, en þar hafa Ásta Snædís Guðmundsdóttir og Rósmary Dröfn Sólmundardóttir verið til húsa í sumar með veitingar og dagvöruverslun. Í verslun Mögdu og Piotrs verða pólskar gjafavörur ásamt leikföngum til sölu. Gjafavaran er unnin úr bambus og nautsleðri og má til dæmis nefna myndir úr leðri og klukkur úr bambus. Að auki verður pólskur fatnaður á boðstólum. MYNDATEXTI: Hleypt af stokkunum Hjónin Magda og Piotr Marcjaniak hafa opnað nýja verslun á Stöðvarfirði.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar