Íslandsmótið í logsuðukeppni

Íslandsmótið í logsuðukeppni

Kaupa Í körfu

Íslandsmótið í málmsuðu fór fram í Borgaskóla í gærdag. Voru 23 keppendur skráðir til leiks og var keppt í sex aðferðum við málmsuðu, bæði í svörtu stáli og ryðfríu. Að sögn Jóns Þórs Sigurðssonar, formanns Málmsuðufélags Íslands, er gefin einkunn fyrir tíma annars vegar og svo hversu góðar suðurnar eru hins vegar. Eru suðurnar þá meðal annars sendar í röntgenmyndun svo hægt sé að greina hvort gallar leynist inni í þeim. Ísaga er aðalstyrktaraðili keppninnar í ár. MYNDATEXTI: Einar Ingvarsson prófdómari fylgist með einum keppendanna, Daða Granz, á Íslandsmeistaramótinu í málmsuðu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar