Hanna Birna Kristjánsdóttir

Hanna Birna Kristjánsdóttir

Kaupa Í körfu

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn, mun leiða lista flokksins í borgarstjórnarkosningunum í vor en hann hlaut 6.424 atkvæði, eða 53,9%, í fyrsta sætið í prófkjöri sjálfstæðismanna um helgina. Keppinautur Vilhjálms um fyrsta sæti listans, Gísli Marteinn Baldursson, fékk 5.193 atkvæði eða 43,6% í fyrsta sætið og hafnaði í þriðja sæti listans. "Mjög sigurstranglegur listi að mínum dómi" "ÞETTA var glæsilegt prófkjör og flokknum til mikils sóma og út úr því kemur mjög sigurstranglegur listi að mínum dómi, þar sem saman fara menn með reynslu og nýtt fólk," sagði Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, um úrslit prófkjörsins í Reykjavík. MYNDATEXI: Hanna Birna Kristjánsdóttir fékk afgerandi kosningu í annað sæti lista Sjálfstæðismanna og hlaust flest atkvæði allra í prófkjörinu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar