Köttur og mús

Kristján Kristjánsson

Köttur og mús

Kaupa Í körfu

Hún var ekki öfundsverð litla hagamúsin sem köttur einn hafði fangað á opnu svæði skammt sunnan Eikarlundar á Akureyri. Kötturinn lék sér að músinni dágóða stund en ljóst var að hún átti ekki mikla möguleika í baráttunni við köttinn enda stærðarmunurinn mikill og leikurinn því ójafn. Enda fór svo að lokum að kötturinn tók músina í kjaftinn og hélt á braut, eftir að hafa gefið ljósmyndara Morgunblaðsins færi á að mynda sig við atganginn.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar