Akurskóli

Svanhildur Eiríksdóttir

Akurskóli

Kaupa Í körfu

Reykjanesbær | "Það er mjög gaman að syngja fyrir fólk," voru ummæli ungs nemanda í Akurskóla í Reykjanesbæ sem hóf, ásamt öðrum nemendum skólans, vígsluathöfnina sl. miðvikudag. Kennsla hefur þó verið í skólanum frá því í haust og er kórsöngur meðal þess sem nemendum gefst kostur á að velja sér. Í vígsluathöfninni kom fram að bygging skóla í Innri-Njarðvíkurhverfi hefði lengi verið baráttumál íbúa í hverfinu og því væri þetta stór dagur. Skólabyggingin varð ekki síður mikil lyftistöng fyrir hverfið, því í kjölfarið hófst þar mikil uppbygging sem hefur dregið til sín fjölda fólks. MYNDATEXTISkólfan Ellen Hilda Sigurðardóttir afhenti á vígsluathöfninni Jónínu Ágústsdóttur skólastjóra skófluna sem hún tók fyrstu skóflustungu Akurskóla með, ásamt Óðni Hrafni Þrastarsyni 20. mars 2004. Henni verður komið fyrir á góðum stað innan skólans.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar