Garðar Thór Cortes

Garðar Thór Cortes

Kaupa Í körfu

Við eigum stefnumót á heimili Garðars Thórs og unnustu hans Tinnu en rétt fyrir fund okkar hringir hann og spyr hvort við getum ekki fært okkur yfir á kaffihús. "Ég er akkúrat að flytja og það er allt í drasli heima - er þér sama?" Jú, mér er sama og stundarfjórðungi síðar sitjum við í notalegu horni á veitingastað við Laugaveginn. Yfir beyglu og rjúkandi kaffi hefur hann frásögnina sem hefst um miðjan áttunda áratuginn. "Ég er fæddur 2. maí árið 1974 og átti heima í Háaleitishverfinu í Reykjavík. Grunnskólann sótti ég í Álftamýrarskóla en eftir það fór ég í MH þaðan sem ég kláraði stúdentinn. Þá var ég byrjaður í Söngskólanum."

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar