Fermingarfræðsla

Sverrir Vilhelmsson

Fermingarfræðsla

Kaupa Í körfu

FERMINGARBÖRN í rúmlega 50 sóknum um allt land hafa í vetur fengið heimsókn frá tveimur Eþíópum sem staddir eru hér á landi á vegum Hjálparstarfs kirkjunnar. Þau heita Hirut Beyene og Kusse Koshoso. Bæði starfa þau á vegum Lúthersku kirkjunnar í þorpinu Konsó, en þar eru þau fædd og uppalin. Fræða þau fermingarbörnin um hjálparstarf og kristniboð í Konsó og eins segja þau frá uppvexti sínum í fátækt og lífinu í þorpinu. Í Konso, sem er bæði þorp og þjóðflokkur, búa um 200.000 manns og eru um 35.000 þeirra kristnir en Konsó er fyrsta þorpið í Afríku sem íslenskir kristniboðar settust að í fyrir um 50 árum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar