Borgarstjórn 2005

Þorkell Þorkelsson

Borgarstjórn 2005

Kaupa Í körfu

Fyrri umræða frumvarps að fjárhagsáætlun Reykjavíkur fyrir árið 2006 fór fram í borgarstjórn í gær. Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri mælti fyrir frumvarpinu en í umræðum sem á eftir fóru gagnrýndi minnihlutinn í borgarstjórn ýmis atriði sem fram koma í því. Síðari umræða um fjárhagsáætlunina fer fram 6. desember og þá verða greidd atkvæði um það. Gert er ráð fyrir því í frumvarpinu að hreinar skuldir borgarsjóðs Reykjavíkur muni lækka. MYNDATEXTI: Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson oddviti sjálfstæðismanna við umræðurnar í gær.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar