Alþingi 2005

Alþingi 2005

Kaupa Í körfu

Guðmundur Magnússon, leikari og þriðji varamaður á lista Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Reykjavíkurkjördæmi suður, tók sæti á Alþingi í gær í fjarveru Ögmundar Jónassonar. Álfheiður Ingadóttir, fyrsti varamaður á listanum, og Kristín Njálsdóttir, annar varamaður, eru forfallaðar. Guðmundur mun sitja á Alþingi næstu tvær vikurnar. MYNDATEXTI: Geir H. Haarde utanríkisráðherra heilsar Guðmundi Magnússyni, varaþingmanni Vinstri grænna í Reykjavík, sem tók í fyrsta sinn sæti á Alþingi í gær. Þingmennirnir Þuríður Backman og Birgir Ármannsson fylgjast með.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar