Peter og Lovísa

Peter og Lovísa

Kaupa Í körfu

Íslenski dansflokkurinn hefur verið að slá í gegn með hverri sýningunni á fætur annarri. Á dögunum frumsýndi flokkurinn þrjú ný verk við mikinn fögnuð viðstaddra. Eitt þeirra var Critic´s Choice? eftir Peter Anderson. Verkið er talsvert frábrugðið því sem við eigum að venjast og markmið Peters er meðal annars að skemmta áhorfendum. Í verkinu notar hann texta, hreyfingar, vídeó og slatta af húmor. Lovísa Ósk Gunnarsdóttir er í aðalhlutverki og MÁLIÐ kíkti á þau. Þegar Critic´s Choice? var frumsýnt veinaði bæði salurinn úr hlátri og dillaði sér með í sætunum við tónlist Otis Redding meðan dansarar dansflokksins dönsuðu við slagara eins og "Try a little tenderness" og "Sitting on the dock of the bay". Ekki oft sem gamalt og gott rokk og ról er notað í dansverkum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar