Öryrkjabandalagið Hátúni 10

Öryrkjabandalagið Hátúni 10

Kaupa Í körfu

MANNEKLA í þjónustu og félagsleg einangrun eru lykilvandamál sem hrjá öryrkja. Þannig getur verið afar erfitt fyrir suma öryrkja að brjótast út úr vítahring félagslegrar einangrunar og taka þátt í samfélaginu. Einhvern veginn þarf að bæta úr manneklunni með því að rétta hlut þeirra sem starfa við heimaþjónustu, en einnig þarf að rjúfa hina félagslegu einangrun fólks sem smátt og smátt lokast af inni í rýmum sínum. Þetta er mat viðmælenda blaðamanns sem heimsótti Hátún 10 í gær. MYNDATEXTI: Guðríður Ólafsdóttir hjá Öryrkjabandalaginu og Esther Adolfsdóttir og Kristín Jónsdóttir hjá Hússjóði ÖBÍ vilja allar að þjónustan við öryrkja batni, en segja að bæta þurfi ímynd félagsþjónustustarfa og hækka laun.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar