Hulda Björk og Gunnar

Hulda Björk og Gunnar

Kaupa Í körfu

SAMEIGNIN er oft mjög illa þrifin, gólfin skítug og karmar og fleira mjög til ósóma," segir Hulda Björk Kolbeinsdóttir, íbúi við Hátún 10. Kveður hún einnig lítið staðið fyrir félagsstarfi fyrir íbúa hússins. Meira mætti vinna í því að draga þá fram og út í lífið. "Það er líka blandað of mikið saman geðsjúkum og öðrum. Hér er margt fólk sem á ekki heima hér, því það þarf mikla þjónustu og hjúkrun sem það ekki fær hér." Hulda Björk, sem býr ásamt manni sínum, Gunnari Bjartmarssyni, segir þau hjónin hafa það gott, enda séu þau ferðafær, en margir hafi það verra. "Verslunin er mjög dýr og margt fólk sem kemst ekki neitt út og er einangrað er komið í vítahring, því það er orðið fátækt strax um mánaðamótin þegar það borgar reikninginn sinn í búðinni."

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar