Styrkur úr sjóði Svavars og Ástu

Brynjar Gauti

Styrkur úr sjóði Svavars og Ástu

Kaupa Í körfu

Veitt var úr styrktarsjóði Svavars Guðnasonar listmálara og Ástu Eiríksdóttur í Listasafni Íslands í gær. Að þessu sinni hlutu styrkinn Hildur Bjarnadóttir og Sigga Björg Sigurðardóttir og hlýtur hvor um sig 250.000 krónur í styrk. Alls bárust 35 umsóknir til sjóðsins að þessu sinni og sagði Ólafur Kvaran, forstöðumaður Listasafns Íslands, sem á sæti í dómnefnd, að fjölmargar þeirra hefðu verið vandaðar og hæfar, sem endurspeglaði þá miklu grósku sem nú ætti sér stað í íslenskri myndlist. MYNDATEXTI Ólafur, Sigga Björg og Gerður Bjarnadóttir sem tók við styrknum fyrir hönd Hildar systur sinnar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar