Noritake

Noritake

Kaupa Í körfu

Árið 1931 lagði ungur athafnamaður upp í langferð sem var fáheyrð meðal Íslendinga á þeim tíma. Förinni var heitið umhverfis hnöttinn og tilgangurinn var að afla viðskiptasambanda fyrir fyrirtæki sem var samnefnt ferðalangnum sjálfum, Jóhanni Ólafssyni. Ferðalagið tók marga mánuði enda ekki hraðskreiðum farskjótum fyrir að fara en með fulltingi skipa, bílskrjóða og eimreiða komst hann þangað sem hann ætlaði sér. Einn áfangastaðanna var borgin Nagoya í Japan þar sem hann stofnaði til viðskipta við japanska postulínsframleiðandann Noritake. Í kjölfarið hóf hann innflutning á japönsku postulíni til Íslands og varð þar með fyrstur manna til að flytja inn japanska vöru til landsins kalda í norðri. Tæpum 75 árum síðar lögðu sonur hans og sonarsonur upp í öllu styttra ferðalag en til sömu borgar. Aftur var haldið til fundar við fulltrúa Noritake-fyrirtækisins en að þessu sinni var tilgangurinn að styrkja þau viðskiptasambönd sem faðir þeirra og afi stofnaði til svo mörgum árum áður og nýlega höfðu verið endurnýjuð. Þeim var tekið með virktum enda staðhæfðu gestgjafarnir að gestirnir væru elstu umboðsmenn þeirra í heiminum öllum. MYNDATEXTI Eldfjöllin tvö á Íslandi og í Japan og hafið á milli.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar