Prófkjör sjálfstæðismanna í Hafnarfirði

Sverrir Vilhelmsson

Prófkjör sjálfstæðismanna í Hafnarfirði

Kaupa Í körfu

Alls tóku 1.856 þátt í prófkjöri sjálfstæðismanna í Hafnarfirði fyrir kosningar í vor. Haraldur Þór Ólason fékk flest atkvæði, eða 921, í fyrsta sæti á lista sjálfstæðismanna fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor, í prófkjöri sjálfstæðisfélaganna í Hafnarfirði sem fram fór á laugardag. Valgerður Sigurðardóttir, sem einnig gaf kost á sér í fyrsta sætið, fékk 791 atkvæði í 1.-2. sæti og náði því öðru sæti á listanum samkvæmt prófkjörinu. Hún hefur hins vegar ákveðið að taka ekki sæti á listanum í vor. MYNDATEXTI: Góð þátttaka var í prófkjöri Sjálfstæðisflokks í Hafnarfirði sem fram fór í Víðistaðaskóla. Þangað lögðu 1.856 flokksmenn leið sína til að kjósa.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar