Þingeyingar byggja sorpbrennslu

Hafþór Hreiðarsson

Þingeyingar byggja sorpbrennslu

Kaupa Í körfu

Húsavík - Sorpsamlag Þingeyinga er nú með í byggingu nýja móttöku, flokkunar- og förgunarstöð með brennslu- og orkunýtingarerfi. Áætlað er að hún taki til starfa í byrjun næsta árs. Stöðin er tvö hús, móttaka og brennsla sem er 1.000 m2 að stærð og 800 m2 geymsla og stendur í námunda við Orkustöð Húsvíkinga við Hrísmóa. Sigurður Rúnar Ragnarsson, framkvæmdastjóri Sorpsamlags Þingeyinga, segir framkvæmdum, sem hófust í júní sl., miða vel þrátt fyrir afar óhagstæða tíð að undanförnu. Verktaki er Trésmiðjan Rein ehf. MYNDATEXTI Ofnarnir eru engin smásmíði, um 35 tonn hvor um sig og þurfti stóreflis gámalyftara til að koma þeim á sinn stað.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar