Bergþór Th Óðinsson

Sverrir Vilhelmsson

Bergþór Th Óðinsson

Kaupa Í körfu

Bergþór Th. Óðinsson er einn þeirra sem vinna í Múlalundi. Þegar blaðamann og ljósmyndara Morgunblaðsins bar að garði var hann að vinna við að búa til motturnar sem finna má í allflestum búðum sem undirlag þegar kvitta skal undir debet- eða kreditkortafærslu. Bergþór hefur unnið í Múlalundi síðastliðin tvö ár og lætur vel af starfinu og vinnustaðnum. Segir hann andrúmsloftið rólegt, en Bergþór vinnur hálfan daginn. Aðspurður segist hann hlaupa í öll þau störf sem vinna þarf, sem sé skemmtilegt þar sem þá fáist góð tilbreyting yfir daginn.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar