Árni Torfason

Árni Torfason

Árni Torfason

Kaupa Í körfu

Vefur Árna Torfasonar, arni.hamstur.is, valinn besti einstaklingsvefurinn 2005. Vefurinn arni.hamstur.is var valinn besti einstaklingsvefurinn í samkeppni um Íslensku vefverðlaunin 2005. Eigandi vefjarins er Árni Torfason ljósmyndari, sem er lesendum Morgunblaðsins að góðu kunnur fyrir myndir sínar á síðum blaðsins. Verðlaunin í ár voru veitt af ÍMARK og nokkrum aðilum í grasrót vefiðnaðarins, væntanlegum vísi að samtökum vefiðnaðarins, að því er segir á heimasíðu verðlaunanna (www.vefverdlaun.is). Alls bárust um 4.900 tilnefningar vegna verðlaunanna í ár.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar