Súlan

Kristján Kristjánsson

Súlan

Kaupa Í körfu

Akureyri | Skipverjar á Súlunni EA eru komnir heim til Akureyrar í jólafrí að lokinni síldarvertíð. Síldveiðarnar hófust hinn 1. október og var aflinn um 3.600 tonn en Súlan landaði afla sínum í Neskaupstað. Súlan kom til Akureyrar á laugardag og eftir að búið var að taka nótina í land við Togarabryggjuna var skipið fært á sinn stað við Torfunefsbryggju. Á myndinni eru þeir Jón Zophaníasson og Helgi Ásmundsson að ganga frá landfestum skipsins. Í byrjun næsta árs er svo ráðgert að skipið haldi til loðnuveiða.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar