Þunglyndi, verðbólga og íslenskunámskeið

Þunglyndi, verðbólga og íslenskunámskeið

Kaupa Í körfu

Vekefni sem miðar að því að fyrirbyggja þunglyndi hjá ungmennum fékk fyrstu verðlaun í samkeppninni Uppúr skúffunum, hagnýtingarverðlaunum Háskóla Íslands, sem veitt voru á föstudag. Eiríkur Örn Arnarson, dósent í sálfræði, er höfundur verkefnisins sem ber heitið "Hugur og heilsa". Kristín Ingólfsdóttir, rektor HÍ, veitti verðlaunin. Í öðru sæti varð verkefnið "Icelandic On-line2" sem er gagnvirkt íslenskunámskeið á netinu, en aðstandendur þess eru Birna Arnbjörnsdóttir, Kolbrún Friðriksdóttir, Áki G. Karlsson og fleiri frá Hugvísindastofnun HÍ. Verkefnið "Samspil gæðaþátta, fasteingaverðs og verðbólgu", fékk þriðju verðlaun en Ásdís Kristjánsdóttir og Ásgeir Jónsson lögðu það fram.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar