Guðbjörg Finnsdóttir

Þorkell Þorkelsson

Guðbjörg Finnsdóttir

Kaupa Í körfu

* HREYFING | Guðbjörg Finnsdóttir er orkumikill íþróttakennari Guðbjörg Finnsdóttir er sannkallaður orkubolti. Hún vinnur fulla vinnu sem íþróttakennari í Smáraskóla í Kópavogi, er deildarstjóri og kennari hjá líkamsræktarstöðinni Hreyfingu og er með foreldraleikfimi í Smáraskóla þrisvar í viku. "Frá því ég man eftir mér hef ég verið mikið fyrir hreyfingu, ég er alin upp í Sandgerði þar sem ég æfði handbolta, frjálsar og allar aðrar íþróttir sem í boði voru. Í handboltanum byrjaði ég að þjálfa yngri flokkana þegar ég var í 9. bekk grunnskóla, út frá því varð ég ákveðin í að verða íþróttakennari," segir Guðbjörg sem útskrifaðist úr Íþróttakennaraskólanum 1989. MYNDATEXTI: Guðbjörg leyfir enga linkind og leti í tímunum sem hún kennir í Hreyfingu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar