Kviknaði í bíl

Kviknaði í bíl

Kaupa Í körfu

ÖKUMAÐUR fólksbíls sem ók austur Miklubrautina síðdegis í gær varð var við gangtruflanir í bílnum þegar hann var við afleggjarann að Kringlunni og ók því bílnum út af götunni og inn á aðreinina að bensínstöð Orkunnar, að sögn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Þar stöðvaðist bíllinn og skömmu síðar gaus upp mikill eldur í vélarhúsinu. Enginn meiddist í þessum eldsvoða en bíllinn er að sjálfsögðu afar illa farinn og efamál að honum verði aftur ekið um götur borgarinnar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar