Ungmennafélagið Drangur - Valur 97 -107

Jónas Erlendsson

Ungmennafélagið Drangur - Valur 97 -107

Kaupa Í körfu

Hart var barist í leik Ungmennafélagsins Drangs og Vals úr Reykjavík í 32 liða úrslitum bikarkeppni Körfuknattleikssambands Íslands en leikurinn var í íþróttahúsinu í Vík, "Klettinum", síðastliðinn sunnudag. Leikurinn var jafn og spennandi en Valsmenn sigu fram úr í síðasta leikhluta og unnu með 107 stigum gegn 97. Þar með vann Reykjavíkurliðið sér rétt til að halda áfram í keppninni en heimamenn sátu eftir með sárt ennið.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar