Jól

Þorkell Þorkelsson

Jól

Kaupa Í körfu

Ég hafði keypt fullt af jólapappír af einhverju íþróttafélagi í Kópavogi og vissi svo sem ekkert hvað ég átti að gera við allan þennan pappír," segir Ragnheiður Björk Guðmundsdóttir, starfsmannastjóri Olís, sem hefur fyrir sið að pakka inn hurð fyrir jólin. "Þetta var fyrir ein jólin þegar ég var bara ein hérna fyrir sunnan, komst ekki til foreldra minna." Með þessum orðum útskýrir Ragnheiður aðdraganda þess að pakka einni hurðinni á heimilinu inn í jólapappír. "Í fréttum sá ég frásögn af listamanni sem dundaði sér við að pakka inn heilu byggingunum. Þá kom þessi hugmynd, ein hurðin í íbúðinni var frekar ljót og ég ákvað að pakka henni inn. Þannig byrjaði sá siður." MYNDATEXTI: Kirkjan var í eigu ömmu og afa Ragnheiðar og er 60-70 ára gömul

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar