Árbæjarsafn

Sverrir Vilhelmsson

Árbæjarsafn

Kaupa Í körfu

Mér finnst gaman hvað krakkarnir sem koma hingað eru áhugasamir um allt sem er gamalt," segir Snæbjörg Ólafsdóttir sem er fædd árið 1914 og hefur því einn um nírætt, en hún vílar ekki fyrir sér að sitja í sínu fínasta pússi uppi á lofti í gamla Árbæ í Árbæjarsafni á árlegri jólasýningu þar og sýnir gestum og gangandi hvernig roðskór eru búnir til. Undanfarin fimmtán sumur hefur hún setið við þá iðju í Árbæjarsafni að sauma roðskó til að leyfa þeim að njóta sem aldrei hafa séð slíkt gert. Snæbjörg man tímana tvenna og kann handbragð sem mörgum er framandi. "Ég gekk sjálf eingöngu í roðskóm þar til ég varð sextán ára en þá eignaðist ég mína fyrstu alvöru skó." MYNDATEXTI Snæbjörg með roðskó í baðstofunni í Árbæ, þar sem allt minnir á gamla tíma og henni líður eins og hún sé komin heim til mömmu

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar