Ísstyttur

Kristján Kristjánsson

Ísstyttur

Kaupa Í körfu

Þrír akureyrskir matreiðslumenn sem allir starfa á þekktum veitingastöðum í Reykjavík, lífguðu heldur betur upp á jólastemmninguna á sínum heimaslóðum á laugardag. Þeir mættu með um 20 skúlptúra á Ráðhústorg, sem þeir höfðu unnið úr ísklumpum. Forvinnan hafði staðið yfir vikum saman og það var greinilegt að piltarnir höfðu lagt á sig ómælda vinnu, með fullri vinnu, enda unnið listaverk úr tæpum 6 tonnum af ís. Á myndinni eru listamennirnir Kjartan Marinó Kjartansson, Jónas Oddur Björnsson og Hallgrímur Friðrik Sigurðarson við eitt verka sinna, eftirlíkingu af Akureyrarkirkju.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar