Líf og fjör á stysta degi ársins

Ragnar Axelsson

Líf og fjör á stysta degi ársins

Kaupa Í körfu

Jafnan er bjart yfir ungviði landsins og virðist vart máli skipta þó að í dag séu vetrarsólstöður og stysti dagur ársins. Í Almanaki Háskóla Íslands kemur fram að tíminn frá sólaruppkomu til sólarlags í Reykjavík er 4 klst. og 8 mínútur en svartsýnir geta tekið gleði sína því nú tekur daginn að lengja að nýju. Í huga margra léttir snjóföl lundina í svartasta skammdeginu og samkvæmt jólaveðurspá Veðurstofunnar er líklegt að jörð hvítni víða um land næstu daga, þótt ekki sé búist við mikilli ofankomu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar