Heimir og páfagaukurinn

Heimir og páfagaukurinn

Kaupa Í körfu

Hún fær léttsaltaðan hamborgarhrygg á jólunum og eitthvað gott í eftirmat," segir Heimir Fjeldsted um hana Ólöfu Jónu sem er páfagaukurinn hans og fylgir honum hvert sem hann fer, nema í vinnuna. "En ég hugsa að hún verði að vera í búrinu sínu á meðan við borðum jólamatinn, því hún er ekki alveg nógu vel að sér í borðsiðum enn þá. Það er ekki mjög vinsælt að hún sé að spranga um á milli matardiskanna á meðan fólk borðar hátíðarmatinn. Hún gerir sér ekki heldur grein fyrir að það er ekki við hæfi að kúka á táhreina og nýstraujaða borðdúka." MYNDATEXTI Ólöf Jóna spjallar við afabörn Heimis, þau Daníel Má og Erlu Rós.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar