Minningarsjóður Mikkalínu og Kristjáns

Þorkell Þorkelsson

Minningarsjóður Mikkalínu og Kristjáns

Kaupa Í körfu

Á árlegum jólafundi Daufblindrafélags Íslands 9. desember sl. færði stjórn Minningarsjóðs Mikkalínu Friðriksdóttur og Kristjáns Oddssonar Dýrfjörð Daufblindrafélagi Íslands 915.000 kr. að gjöf. Daufblindrafélag Íslands var stofnað árið 1994 og er tilgangur þess að vinna að hagsmuna- og menningarmálum daufblindra. Myndin er tekin við afhendingu gjafarinnar: Haukur Ársælsson, Jens Evertsson, Bergur Jónsson, Birgir Dýrfjörð, Fjóla Björk Sigurðardóttir og Guðlaug Erlendsdóttir.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar