Askasleikir

Birkir Fanndal Haraldsson

Askasleikir

Kaupa Í körfu

Mývatnssveit | Jólasveinaverkefnið hér í sveit hefur gengið ákaflega vel. Þeir kumpánar eru framúrskarandi vel búnir og líflegir í framgöngu og gera mikla lukku hjá öllum. Þeir hafa verið á ferðinni stundum tveir og stundum allir 13 alla daga í desember og komið víða við. Hér eru þeir staddir í Vogafjósi, bræðurnir Askasleikir og Þvörusleikir. Þeir glettast við menn og eftir atvikum kýr í fjósi. Kýrnar nusa af þeim sveinum en láta sér annars fátt um þá finnast. Góð og vaxandi aðsókn gesta er að þessu sérstaka ferðamannafjósi vetur sem sumar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar