Þorláksmessuhlaup

Þorláksmessuhlaup

Kaupa Í körfu

Þrátt fyrir að miklar annir séu hjá fólki á Þorláksmessu gáfu nokkrir af starfsmönnum Reiknistofu bankanna og Seðlabankans sér tíma til að hlaupa í hádeginu, svokallað Þorláksmessuhlaup. Hlaupið hefur verið árlegur siður hjá í bankanum undanfarin ár. Starfsmennirnir voru sammála um að í hlaupinu gæfist þeim gott tækifæri til að slaka frá jólastressinu og eins væri nauðsynlegt að vera í góðu líkamlegu formi þegar kæmi að því að borða allan jólamatinn. Hlaupararnir voru komnir í jólaskap og höfðu sumir sett upp jólahúfur

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar