Tsunami Sri Lanka

Þorkell Þorkelsson

Tsunami Sri Lanka

Kaupa Í körfu

Við höfum öll glímt við það samam svo ég þarf ekki að gráta, sagði maður sem missti fjölskylduna í tsunami- flóðbylgjunni í Indlandshafi annan dag jóla 2004. Stúlka sagði að flóðbylgjan hefði komið eins og nunnur sem gleypti fólkið og tók það með sér út á haf. Nú er byggt upp af þrautseigju eftir eyðileggingu ógnaröldunnar. MYNDATEXTI: Alþjóðahreyfing Rauða krossins og Rauða hálfmánans hefur ábyrgst byggingu nýrra heimila fyrir tugþúsundir fjölskyldna á Sri Lanka og í Indónesíu. Hér er fjölskylda P. Dayarathna í Beruwala á Sri Lanka komin í nýja húsið sitt sem byggt var með aðstoð belgíska Rauða krossins. Húsið er steinsteypt og með steypustyrktarjárni til að standast öflugan jarðskjálfa. Í Indónesíu er núna verið að reisa fyrstu húsin af um 20 þúsund húsum sem fjármögnuð eru með framlögum almennings til Alþjóðasambands Rauða krossins og Rauða hálfmánans.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar