Vinargreiði

Líney Sigurðardóttir

Vinargreiði

Kaupa Í körfu

Þórshöfn | Listrænir hæfileikar fólks njóta sín oft vel á aðventunni þegar hver jólaskreytingin er annarri fegurri og ljósadýrðin lýsir upp skammdegið. Ekki hafa allir tíma til að sinna útiskreytingum en þá er gott að eiga hjálpsama vini, svo góða að þeir setja jafnvel upp jólaseríur fyrir félagana í miðju annríki jólanna. Sveitarstjórinn á Þórshöfn, Björn Ingimarsson, er svo lánsamur að eiga einmitt svona vini en þeir drifu upp útiseríu á húsið hans meðan Björn og fjölskylda voru í burtu. Serían var svokölluð slanga, reyndar með nokkrum ljóslausum pörtum og hún var hengd á "listrænan" hátt neðan í þakbrúnina. Krúsidúllur voru gerðar á hana með gulu og rauðu einangrunarlímbandi og voru "lista"mennirnir Guðmundur Hólm og Jónas Jóhannsson ánægðir með handverk sitt en serían hafði fyrr á árum prýtt Geirinn, bát Jónasar. MYNDATEXTI Vinir Jónasi Jóhannssyni og Guðmundi Hólm leist ekki nema miðlungi vel á hversu ánægður vinur þeirra, Björn Ingimarsson, var með skreytinguna sem þeir settu á hús sveitarstjórans, að honum forspurðum. Björn er hér á milli hrekkjalómanna.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar