Íþróttamaður Hafnarfjarðar 2005

Íþróttamaður Hafnarfjarðar 2005

Kaupa Í körfu

Auðun Helgason, knattspyrnumaður úr FH, var krýndur "Íþróttamaður Hafnarfjarðar 2005" á viðurkenningarhátíð sem haldin var í Íþróttahúsinu við Strandgötu í gær. Auðun varð m.a. Íslandsmeistari 2005 með m.fl. karla FH í knattspyrnu, fastur landsliðsmaður í landsliði Íslands, kjörinn besti leikmaður Landsbankadeildarinnar í ár af Morgunblaðinu og valinn besti varnarmaður í efstu deild og í lið ársins af KSÍ. Í niðurstöðu dómnefndar segir að með framgöngu sinni og ástundun sé Auðun mikil og góð fyrirmynd ungra íþróttamanna. MYNDATEXTI: Auðun Helgason, knattspyrnumaður úr FH og Íþróttamaður Hafnarfjarðar, fagnar hér með Lúðvík Geirssyni bæjarstjóra.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar