Jakobínarína

Árni Torfason

Jakobínarína

Kaupa Í körfu

TÓNLISTARHÁTÍÐIN Iceland Airwaves var haldin hér á landi á haustmánuðum. Fram kom fjöldi erlendra og innlendra tónlistarmanna en óhætt er að fullyrða að hljómsveitin Jakobínarína hafi vakið hvað mesta athygli og var henni mikið hampað á síðum Rolling Stone eftir hátíðina. Í kjölfarið varð allt brjálað eins og Heimir Gestur Eggertsson, annar gítarleikari sveitarinnar, orðar það í samtali við Morgunblaðið. Jakobínarína sigraði í Músíktilraunum Tónabæjar og Hins hússins fyrr á árinu og í henni eru sex liðsmenn, sem allir utan einn stunda nám í 10. bekk grunnskóla. "Þetta er auðvitað búið að vera algjört ævintýri og alveg ótrúlega gaman," segir Heimir. "Að fá að spila á Airwaves og svo með White Stripes. Maður trúir þessu varla." MYNDATEXTi Þetta er auðvitað búið að vera algjört ævintýri og alveg ótrúlega gaman," segir Heimir Gestur Eggertsson, einn meðlima hljómsveitarinnar Jakobínarína.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar