Eli Roth

Ásdís Ásgeirsdóttir
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Eli Roth

Kaupa Í körfu

Leikstjórinn Eli Roth segir Íslendinga vera miklu skemmtilegri en fólk í Los Angeles og hefur hug á því að gera víkingamynd. Inga Rún Sigurðardóttir ræddi við hann um Hostel, glænýja hryllingsmynd hans. ORÐIÐ Íslandsvinur er ekki í nýjustu Íslensku orðabók Eddu en ef svo væri gæti mynd af leikstjóranum Eli Roth átt heima þar. Hann kom þrisvar sinnum til Íslands á síðasta ári, en þá eru tvær áramótaheimsóknir meðtaldar. Hann elskar skyr, 66° Norður, Nonnabúð, heitar laugar og íslenska hesta. MYNDATEXTI Ég vildi ekki hafa neitt þarna sem gæti bara gerst í bíómyndum. Það hafa það allir í sér að vera ofbeldisfullir. Það er hryllilegra að vita að þú getir drepið mann heldur en að einhver geti drepið þig," segir Roth m.a.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar