Aron ÞH

Hafþór Hreiðarsson

Aron ÞH

Kaupa Í körfu

Húsavík | Nýr yfirbyggður línubátur, Aron ÞH 105, kom til heimahafnar á Húsavík rétt fyrir hátíðarnar eftir heimsiglingu frá Akranesi. Það var fyrirtækið Spútnikbátar ehf. á Akranesi sem smíðaði bátinn sem er af gerðinni Spútnik 3 de Lux. Útgerðarfyrirtækið Knarrareyri ehf. er eigandi Arons ÞH 105 og að sögn Stefáns Guðmundssonar skipstjóra er báturinn um 15 brúttótonn að stærð og verður hann gerður út í krókaaflamarkskerfinu. Aron ÞH er með 650 hestafla Yanmar aðalvél og er báturinn glæsilegur að sjá, jafnt að utan sem innan. Um borð er Mustad línubeitningarkerfi, 12 rekkar, sem taka um 15.000 króka línu og verður því enginn balaburður hjá áhöfn bátsins

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar