Kampselur

Kampselur

Kaupa Í körfu

Þessi kampselur var búinn að lóna töluverðan tíma með fjöruborðinu þegar hann ákvað að renna sér upp á eina flotbryggjuna við Djúpavogshöfn, að sögn Andrésar Skúlasonar ljósmyndara. Kampselir eru sjaldséðir hér við land, en heimkynni þeirra eru á rekísnum vítt og breitt um norðurheimskautin. Hann er einfari og flækist víða og lifir mest á skeldýrum og kröbbum. Kampselir eru í eðli sínu bæði gæfir og forvitnir og var selurinn á myndinni þar engin undantekning, þar sem hann lá í rólegheitum á bryggjunni rétt eins og hann væri staddur á rekís langt norður í höfum, víðs fjarri mannabyggðum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar