Tónleikar í Laugardalshöll

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Tónleikar í Laugardalshöll

Kaupa Í körfu

HÆTTA-hópurinn stóð fyrir tónleikum í Laugardalshöll á laugardaginn undir yfirskriftinni "Ertu að verða náttúrulaus?". Aðstandendur tónleikanna telja álrisa hafa stjórnvöld í vasanum og segja þau þegar hafa lofað meiri orku til stóriðju en virkjanleg orka fallvatna hérlendis bjóði upp á. Fjölmargir þekktir listamenn, innlendir sem erlendir, komu fram á tónleikunum og 5.500 aðgöngumiðar sem í boði voru seldust upp á örfáum dögum. Með uppákomunni vildu listamennirnir vekja athygli á einstakri náttúru sem væri of dýrmæt til að fórna fyrir virkjanir og álver. MYNDATEXTI Hrifning skein úr augum tónleikagesta, enda þótti viðburðurinn augna- og eyrnakonfekt auk þess sem málefnið er brýnt í hugum margra.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar