Stoppleikhópurinn

Ásdís Ásgeirsdóttir

Stoppleikhópurinn

Kaupa Í körfu

Leikhús | Æfingar eru hafnar á nýju leikriti eftir Árna Ibsen hjá Stoppleikhópnum en hann fagnar 10 ára leikafmæli sínu í næsta mánuði. Vinnuheiti verksins er Emma og Ófeigur. Leikritið fjallar á grátbroslegan hátt um tvö ungmenni og fjölskyldur þeirra en verkið er unnið undir áhrifum frá Hamlet Shakespeares. Þetta er ferðasýning, ætluð unglingum í grunn- og framhaldsskóla. Auk Árna Ibsen koma að verkinu Ágústa Skúladóttir leikstjóri, Guðrún Öyahals sem hannar búninga og leikmynd og leikararnir Eggert Kaaber, Katrín Þorkelsdóttir og Sigurþór Albert Heimisson. Leikritið verður frumsýnt í lok febrúar næstkomandi

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar