Carmen rennsli

Carmen rennsli

Kaupa Í körfu

Ef til vill gefur það tóninn fyrir það sem koma skal að á einni af síðustu æfingum Carmen sitja nokkrar ungar stúlkur með flamengó-rósir í hárinu. Það verður sígaunabragur á frumsýningunni í kvöld í Borgarleikhúsinu þegar Carmen stígur á fjalirnar í uppfærslu Leikfélags Reykjavíkur og Íslenska dansflokksins; dulmagn, gleði og þróttur sem ætti að rífa skammdegisdrungann úr viðstöddum. Og þó að ekki sé dansaður flamengó, þá er hann til staðar í tónlistinni, að sögn Ásgerðar Júníusdóttur, óperusöngkonu, sem fer með hlutverk Carmen. MYNDATEXTI Í sýningunni er mikill blóðhiti, og væntanlega munu hjörtu áhorfenda einnig slá hraðar, í takti við tónlist sem leikstjórinn segir "magnaða".

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar