Carmen rennsli

Carmen rennsli

Kaupa Í körfu

Ef til vill gefur það tóninn fyrir það sem koma skal að á einni af síðustu æfingum Carmen sitja nokkrar ungar stúlkur með flamengó-rósir í hárinu. Það verður sígaunabragur á frumsýningunni í kvöld í Borgarleikhúsinu þegar Carmen stígur á fjalirnar í uppfærslu Leikfélags Reykjavíkur og Íslenska dansflokksins; dulmagn, gleði og þróttur sem ætti að rífa skammdegisdrungann úr viðstöddum. Og þó að ekki sé dansaður flamengó, þá er hann til staðar í tónlistinni, að sögn Ásgerðar Júníusdóttur, óperusöngkonu, sem fer með hlutverk Carmen. MYNDATEXTI Carmen ásamt Don José, sem Sveinn Geirsson leikur, en honum hefnist fyrir að álíta hana einungis stundargaman og verður heltekinn af henni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar