Hundaþjálfun
Kaupa Í körfu
Við erum alltaf með einn og einn á æfingu í einu," segir Stella Kristjánsdóttir hundaeigandi. "Svo skiptum við út kannski eftir hálftíma, á meðan bíður hinn í bílnum. Á einni æfingu eru því svona 8-10 hundar." Stella er í vinahópi sem hittist einu sinni í viku og á sameiginlegan hundaáhugann. Tilefnið til að hittast er að þjálfa hundana í hóp og hreyfa þá. "Þetta er þéttur vinahópur og við öll eigum þetta sameiginlega áhugamál," segir Stella. "Við ákváðum að stofna æfingahóp og hittast reglulega einu sinni í viku. Yfirleitt erum við í Ölfushöll en á sumrin erum við stundum úti." MYNDATEXTI Allir í röð! Frá vinstri: Anna Francesca með siberian husky-tíkina Sól, Guðný Vala Tryggvadóttir með st. bernharðs-tíkina Önnu Kareninu, Unnur Huld Hagalín með boxer-hundana Johnny og Kylie, Eyrún Steinsson með doberman-tíkina Dimmu, Stella Kristjánsdóttir með Heru og Seif, sem eru doberman, og Hjalti Þór Halldórsson með st. bernharðs-hundinn Cujo. Það var talsvert japl, jaml og fuður áður en tókst að láta hundana sitja stillta.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir