Nýtt íþróttasvæði í Reykjanesbæ

Helgi Bjarnason

Nýtt íþróttasvæði í Reykjanesbæ

Kaupa Í körfu

Reykjanesbær | Hafnar eru framkvæmdir við nýtt íþrótta- og útivistarsvæði í Reykjanesbæ. Svæðið er fyrir vestan og sunnan Reykjaneshöllina. Byrjað verður á gerð æfingavalla fyrir knattspyrnudeild Ungmennafélags Njarðvíkur enda verða íþróttavellir félagsins teknir undir uppbyggingu hjúkrunarheimilis og annarrar þjónustu í þágu aldraðra. Alls verða sex íþróttavellir á svæðinu auk nýs aðalleikvangs Reykjanesbæjar MYNDATEXTI Spyrnt til himins Ellert B. Schram sparkaði fast í boltann en sú athöfn markaði upphaf framkvæmda á nýju íþróttasvæði Reykjanesbæjar. Jóhann B. Magnússon, formaður ÍRB, Kristján Pálsson, formaður UMFN, og Einar Haraldsson, formaður Keflavíkur, bíða tilbúnir með skóflurnar ásamt Stefáni Bjarkasyni, framkvæmdastjóra hjá Reykjanesbæ.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar