Carmen

Árni Torfason

Carmen

Kaupa Í körfu

Það var mikið um dýrðir þegar söngleikurinn Carmen var frumsýndur fyrir fullu húsi á laugardaginn í Borgarleikhúsinu. Söngleikurinn er byggður á óperu eftir Bizet en uppfærslan er samstarfsverkefni Leikfélags Reykjavíkur og Íslenska dansflokksins, þar sem óperunni er snúið í söngleik um ástir, afbrýði og hrikaleg örlög, sem ekki verða umflúin. Aðalhlutverk eru í höndum Ásgerðar Júníusdóttur og Sveins Geirssonar en leikstjóri er Guðjón Pedersen. Tónlistarstjóri er Agnar Már Magnússon og danshöfundur Stephen Shropshire. MYNDATEXTI: Leikstjórinn Guðjón Pedersen og Ásgerður Júníusdóttir, sem fer með hlutverk Carmen, féllust í faðma að frumsýningu lokinni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar