Grímsey- - Kvenfélagið Baugur

Grímsey- - Kvenfélagið Baugur

Kaupa Í körfu

Kvenfélagið Baugur í Grímsey hefur það á stefnuskrá sinni að láta gott af sér leiða í heimbyggð og annars staðar. Baugskonur, 24 talsins, eru öflugar við öll störf, bæði vetur og sumur og árangurinn lætur ekki á sér standa. Nú nýlega var ákveðið í samráði við starfsmenn Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri að færa sjúkrahúsinu gjöf. Fyrir valinu varð rakatæki til notkunar við myndatökur á barnadeildinni. Það var Þorvaldur Ingvarsson, yfirlæknir FSA, sem tók á móti gjöfinni - innilega þakklátur Baugi fyrir umhyggju og stuðning. Yfirlæknirinn spurði formanninn, Sigrúnu Þorláksdóttur, hvort við gæfum öllum gjafir um jól. Hún svaraði að bragði: Okkur var kennt það í bernsku að skilja ekki útundan!

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar