Grundartangahöfn

Kristinn Benediktsson

Grundartangahöfn

Kaupa Í körfu

Stöðug aukning inn- og útflutnings er um Grundartangahöfn á hverju ári og fóru um hana 930.698 tonn á síðasta ári þar sem innflutningurinn fór í 706 þúsund tonn en útflutningurinn í 224 þúsund tonn. MYNDATEXTI: Höfnin Séð yfir hafnarsvæði Grundartangahafnar. Viðbótin er hægra megin. Lengst til vinstri bak við uppskipunarkrana Íslenska járnblendifélagsins er verið að afferma skipið Wilson Holm, 3.950 tonn af kínakoksi, til Íslenska járnblendisins, við gamla kantinn er súrálsskipið IVS Kestrel, u.þ.b. 30 þúsund tonna skip, með 26,6 þúsund tonn til Norðuráls frá Jamaica, sem er eyja í Karabíska hafinu. Við nýja kantinn bíður Svanurinn sem á að lesta 2.000 tonn af kísiljárni. Umferð um Grundartangahöfn hefur aukist jafnt og þétt, en alls komu 253 skip þangað á síðasta ári.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar